Innlent

Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/eyþór
Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur fyrr í þessum mánuði.

Í frétt á vef Sermitsiaq segir að sveigurinn hafi verið fluttur til landsins í síðasta mánuði í tengslum við áhafnaskipti á togaranum.

Sveigurinn var lagður á leiði Birnu í nafni skipverjanna en í frétt Sermitsiaq segir að með þessu hafi skipverjar Polar Nanoq viljað minnast þess að ár er liðið frá andláti Birnu.

Thomas Møller Olsen, sem var skipverji á Polar Nanoq, var á síðasta ári dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu og smygl á miklu magni af kannabisefnum.

Uppfært 28. mars

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, segist upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi. Leiði sé persónulegt og heilagt. Hvetur hún fólk til að leita sér ráðgjafar um hvað sé viðeigandi í þessum efnum. Þá er hún ósátt við að fjölmiðlar hafi fjallað um málið.


Tengdar fréttir

Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi

Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.