Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður.
Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti.
Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði.
Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári.
Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum.
Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta.
Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.

Tólfti mánuðurinn
Skoðun

Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi
Eva Einarsdóttir skrifar

Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða
Askur Hrafn Hannesson,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar

Delluathvarf Stefáns
Konráð S. Guðjónsson skrifar

Farsæld til framtíðar
Bóas Hallgrímsson skrifar

Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn!
Inga Sæland skrifar

Aðför að réttindum launþega
Birgir Dýrfjörð skrifar

Nýjasta trendið er draugur fortíðar
Sigmar Guðmundsson skrifar

Grasrót gegn útlendingafrumvarpi
Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar

Jafnréttisbarátta í 116 ár
Tatjana Latinovic skrifar

Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu
Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Íslenskt rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar
Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Framfarir í þágu þolenda ofbeldis
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar