Reynsluspor til lýðræðis – Hafðu áhrif! Ólafur Páll Jónsson skrifar 16. maí 2018 11:45 Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun