Reynsluspor til lýðræðis – Hafðu áhrif! Ólafur Páll Jónsson skrifar 16. maí 2018 11:45 Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar tóku að mjaka sér undan stjórn Dana fyrir rúmri öld var litið svo á að menntun þjóðarinnar væri forsenda þess að halda áfram á þeirri vegferð. Hið sama var uppi á teningnum þegar þjóðin fékk loks fullt sjálfstæði árið 1944 – til að verða sjálfstæð, ekki bara að nafninu til heldur í raun – þá væri góð almenn menntun lykilatriði. Og rétt eins og fullveldi og sjálfstæði þjóðar veltur á menntun hennar, þannig er sjálfræði og fullveldi hvers einstaklings líka undir menntun hans komið. Manneskja sem vill lifa með reisn, vera sjálf við stjórnvölinn í eiginn lífi og hafa um leið áhrif á samfélagið í kringum sig, hún verður að menntast. Að menntast er að rækta manneðlið í öllum sínum fjölbreytileika. Við menntumst ekki bara í skólum, líka í samskiptum við annað fólk, einnig af bókum og kvikmyndum, og í raun hverju sem skilur eftir þesskonar reynsluspor í hugum okkar sem gera okkur móttækilegri fyrir margbreytileika tilverunnar. En menntunin kemur ekki til af sjálfri sér – fyrir henni þarf að hafa og oft þurfum við að styðja hvert annað á þeirri braut. Þótt öll menntun eigi rætur í reynslu, þá er ekki þar með sagt að öll reynsla sé menntandi. Við getum líka tamið okkur ósiði eða orðið fyrir áföllum sem eru afmenntandi. Þjóð sem metur gildi sjálfræðis, fullveldis, þess að borgararnir takist á við lífsverkefnin af skapandi skynsemi og siðferðilegri ábyrgð, skilur að menntastofnanir eru grundvöllur að samfélagslegri farsæld. Þess vegna eru skólar mikilvægustu stofnanir lýðræðislegs samfélags. Í skólum allt í kringum landið er hlúð að sprotum lýðræðisins. Lýðræði er menningarlegt verkefni miklu frekar en stjórnsýslulegt fyrirkomulag. Og þess vegna eru kennarar líka gæslumenn og ræktarmenn lýðræðisins. Ef lýðræði festir ekki rætur í menningu þjóðarinnar – ef það er ekki ræktað sem mannkostur hverrar manneskju frá blautu barnsbeini – þá mun það aldrei dafna sem réttlátt stjórnarfar. Þá verður það í besta falli hið skásta af ýmsum illum kostum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir átakinu „Hafðu áhrif“. Þessu átaki er ætlað að vekja athygli á kennarastarfinu, bæði hversu skemmtilegt það er og hversu mikilvægt það er. Með þessu átaki viljum við gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftirminnilegum kennurum – jafnvel kennurum sem hafa markað spor í líf þess eða sett svip sinn á samfélagið. Á vefsíðu átaksins (hafduahrif.is) er hægt að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir tilnefningunni. Háskóli Íslands mun síðan veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal skólans þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur – því þetta átak fjallar um einn af hornsteinum íslensks samfélags.Höfundur er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun