Sæluvíman kom mér í gegnum leikinn Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2018 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með FH síðastliðið vor. Fréttablaðið/Stefán Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira