Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. apríl 2018 20:00 Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum. Hvalfjarðargöng Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira