Sport

Fyrrum heimsmeistari í frjálsum lést í bílslysi í Kenía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicholas Bett með gullið sitt frá 2015.
Nicholas Bett með gullið sitt frá 2015. Vísir/Getty
Nicholas Bett skrifaði nýjan kafla í sögu HM í frjálsum fyrir þremur árum en nú er þessi 28 ára gamli Keníamaður allur.

Nicholas Bett lést í bílslysi í heimalandi sínu í nótt. Fjölskylda hans og lögreglan á svæðinu hafa staðfest örlög Bett.

Nicholas Bett missti stjórn á bílnum sínum og hann fór útaf veginum og ofan í skurð. Hann lést á staðnum.

Bett var á leiðinni heim frá Afríkumótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram fór í Nígeríu.

Nicholas Bett varð heimsmeistari í 400 metra grindarhlaupi á HM í Peking árið 2015. Hann varð um leið fyrsti Keníamaðurinn til að vinna stutta hlaupagrein á alþjóðlegu stórmóti. Keníumenn hafa lengstum sérhæft sig í lengri hlaupunum.

Nicholas Bett kom í mark í Peking á 47,79 sekúndum en þetta var besta hlaup hans á ferlinum.

Hann náði ekki að fylgja þessu eftir og var dæmdur úr leik á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann náði þó 8. sæti á Samveldisleikunum í ár þegar hann kom í mark á 51,00 sekúndu.

Nicholas Bett átti tvíburabróður sem keppti einnig í 400 metra grindarhlaupi.

 

Former 400m hurdles champion Nicholas Bett on Monday night upon his arrival from Asaba, Nigeria where he ran his last race. #RIPNicholasBett#TheDailyBrief@eriknjokapic.twitter.com/hSqi8QLKbx
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.