Ekki vera of hrædd við áhrif internetsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Urður Njarðvík sálfræðingur Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira