Giggs gerði garðinn frægann með liði Manchester United, en hann er leikjahæsti maður í sögu félagsins með 963 leiki í öllum keppnum.
Hann hefur aldrei gengt stjórastarfi áður, en var bráðabirgðastjóri eftir að David Moyes var rekinn frá Manchester United í lok tímabilsins 2013-14. Giggs hafði verið aðstoðarþjálfari Moyes það tímabil.
Giggs er 44 ára og er fæddur í Cardiff í Wales og á að baki 64 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann er sigursælasti knattspyrnumaður í sögu fótboltans með 34 titla.
Giggs tekur við af Chris Coleman sem hætti sem landsliðsþjálfari eftir að honum mistókst að koma Wales í lokakeppni HM í Rússlandi.
#CroesoGiggsy#TogetherStrongerpic.twitter.com/V5P8Q12Arb
— Wales (@Cymru) January 15, 2018