Prjóna, hekla og sauma fyrir bágstödd börn í Hvíta-Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 20:00 Hópurinn kemur reglulega saman og prjónar í þágu góðs málefnis. Vísir/Egill Vaskur hópur kvenna kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ og prjónar, heklar og saumar flíkur fyrir bágstödd börn í Hvíta-Rússlandi. Konurnar segja framtakið ekki aðeins vera í þágu góðs málefnis heldur sé það einnig hin besta skemmtun í góðum félagsskap. „Föt sem framlag“ er verkefni á vegum Rauða krossins sem ef til vill einhverjir þekkja en hópurinn kemur alla jafna saman á miðvikudögum í og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. „Það hafði komið fyrir nokkrum árum beiðni frá Hvíta-Rússlandi þar sem er bæði atvinnuleysi og fátækt, sérstaklega í dreifbýlinu. Þetta eru svona staðlaðir pokar sem við sendum, það er ákveðið í hverjum poka og við erum að búa það til,” segir Halla M. Hallgrímsdóttir, starfsmaður Rauða krossins, og handavinnikona með meiru, í samtali við Stöð 2. Það eru ekki aðeins konurnar í Mosfellsbæ sem taka þátt í verkefninu heldur deildir Rauða krossins um allt land. Í fyrra var slegið met í fjölda poka sem sendir voru til Hvíta Rússlands eða alls um fjögur hundruð pokar. En hvað er eiginlega verið að prjóna? „Það eru peysur og teppi og húfur og sokkar og svo saumum við oft buxur, það er oft vantar buxur, börnin slíta þeim,“ segir Halla. Það er svo ekki síður félagsskapurinn sem heillar en hann er ekki af verri endanum að sögn Höllu. „Nei veistu þetta er ofsalega gaman hjá okkur, þetta er bara eins og fínasti saumaklúbbur. Fáum okkur kaffi og með því og spjöllum [...] Þetta er engin skylda, þetta er bara ánægjunnar vegna. Þetta er bara virkilega gaman.” Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vaskur hópur kvenna kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ og prjónar, heklar og saumar flíkur fyrir bágstödd börn í Hvíta-Rússlandi. Konurnar segja framtakið ekki aðeins vera í þágu góðs málefnis heldur sé það einnig hin besta skemmtun í góðum félagsskap. „Föt sem framlag“ er verkefni á vegum Rauða krossins sem ef til vill einhverjir þekkja en hópurinn kemur alla jafna saman á miðvikudögum í og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. „Það hafði komið fyrir nokkrum árum beiðni frá Hvíta-Rússlandi þar sem er bæði atvinnuleysi og fátækt, sérstaklega í dreifbýlinu. Þetta eru svona staðlaðir pokar sem við sendum, það er ákveðið í hverjum poka og við erum að búa það til,” segir Halla M. Hallgrímsdóttir, starfsmaður Rauða krossins, og handavinnikona með meiru, í samtali við Stöð 2. Það eru ekki aðeins konurnar í Mosfellsbæ sem taka þátt í verkefninu heldur deildir Rauða krossins um allt land. Í fyrra var slegið met í fjölda poka sem sendir voru til Hvíta Rússlands eða alls um fjögur hundruð pokar. En hvað er eiginlega verið að prjóna? „Það eru peysur og teppi og húfur og sokkar og svo saumum við oft buxur, það er oft vantar buxur, börnin slíta þeim,“ segir Halla. Það er svo ekki síður félagsskapurinn sem heillar en hann er ekki af verri endanum að sögn Höllu. „Nei veistu þetta er ofsalega gaman hjá okkur, þetta er bara eins og fínasti saumaklúbbur. Fáum okkur kaffi og með því og spjöllum [...] Þetta er engin skylda, þetta er bara ánægjunnar vegna. Þetta er bara virkilega gaman.”
Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira