Miklum verðmætum stolið af indverskri fjölskyldu sem kom til að sjá Sigur Rós: „Ég á myndir af þessum mönnum“ Baldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2018 08:00 Sarkar á kaffihúsi í Reykjavík við upphaf ferðarinnar. Mynd/Sarkar Tveimur Leica myndavélum, fjórum linsum, snjallsíma, tölvu, hörðum diski og ýmsum öðrum myndavélabúnaði var stolið af indverskum ljósmyndara við Hallgrímskirkju þann 30. desember síðastliðinn. Maðurinn var hér á landi, ásamt fjölskyldu sinni, til að mynda tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Hann metur tjónið á því sem nemur um 2,7 milljónum króna og segist ekki vera tryggður. Atvikið átti sér stað þar sem fjölskyldan bjó sig undir að ganga um borð í flugrútu vestan við kirkjuna. Dökkklæddur karlmaður vatt sér þá upp að ljósmyndaranum, rétti honum snjallsíma og bað hann um að taka af sér mynd. Á meðan virðist félagi hans hafa látið til skarar skríða og tekið tvær töskur úr barnakerru án þess að hjónin yrðu þess vör. Þetta gerðist öðru hvor megin við klukkan fjögur. Maðurinn, Koushik Sarkar, greindi frá þessu á vefsíðu Tripadvisor en Fréttablaðið hefur undir höndum myndir af vettvangi og afrit af skýrslu sem maðurinn gaf á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hana fyllti hann út klukkan fimm samdægurs en engu mátti að sögn muna að fjölskyldan missti af flugi vegna þessa atviks. Eiginkona Sarkars og börn eru í forgrunni. Að baki þeim sjást tveir menn fylgjast með fjölskyldunni. Annar þeirra gaf sig á tal við Sarkar. Mynd/Sarkar Það var ekki fyrr en í fluginu, þegar Sarkar fór að skoða myndir sem hann tók á snjallsíma eiginkonu sinnar á meðan þau biðu eftir flugrútunni, sem upp fyrir honum rann hvernig í pottinn var búið. Hann sá á myndbandi og ljósmyndum í þeim síma að mennirnir virðast hafa fylgst með fjölskyldunni í drykklanga stund áður en þeir létu til skarar skríða. Á flestum myndunum snúa þeir sér undan myndavélasíma eiginkonu Sarkars eða reyna að hylja andlit sín. Sarkar sagði frá atvikinu á Tripadvisor í þeirri von að fleiri falli ekki fyrir bragðinu. Svona lagað gæti líka gerst á Íslandi, þó það væri fyrir fram ólíklegur staður. Spurður hvers vegna hann hafi ekki verið tryggður, með svo dýran búnað í farteskinu, svarar Sarkar því til að þessar myndavélar fáist ekki á Indlandi. Indversk tryggingafélög tryggi ekki búnað sem keyptur sé erlendis. Þá hafi hann haft töskurnar á sér öllum stundum, ef frá eru talin andartökin þar sem þeim var stolið. „Ég á myndir og myndband af þessum mönnum og gæti borið kennsl á þá ef ég sæi þá aftur,“ segir Sarkar, sem komið hefur myndunum á lögreglu. Hann segist í samskiptum við Fréttablaðið vera miður sín yfir atburðinum, enda sé um dýran búnað að ræða og hann hafi tapað miklu magni af óunnum myndum. Sarkar segir að þau hjónin séu miklir aðdáendur Sigur Rósar, enda hafi þau gagngert ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fylgjast með hljómsveitinni. Hann hafi farið í ferðina í sjálfboðavinnu. „Við fórum með börnin okkar á tónleika sveitarinnar fyrsta daginn, svo þau myndu átta sig á hvaðan tónlistin sem þau hafa alist upp við að hlusta á, er komin,“ segir hann. Sarkar segist meðal annars hafa tapað öllum myndunum af tónlistarhátíðinni. „Allan þennan búnað er mögulegt að eignast aftur en augnablikin sem ég festi á filmu koma aldrei aftur. Ég sé mest eftir þeim. Kaldhæðni örlaganna er sú að myndirnar eru einskis virði í augum þessara manna. Þeir munu líklega eyða þeim.“ Á meðal þess sem var í töskunum voru tvær myndavélar (týpur M8 og ME) og fjórar linsur (28, 35, 50 og 90 mm) af gerðinni Leica. Í töskunum var einnig Apple MacBook Air titanium fartölva, framleidd 2016, og 65 GB iPhone 5, með indversku Vodafone-símkorti, svo eitthvað sé nefnt. Í póstnúmeri 101 var tilkynnt um 41 þjófnaðarbrot í desember. Það eru um helmingi færri tilvik í mánuði en á tímabilinu frá ágúst til nóvember. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri staðfestir að málið sé til skoðunar en lögreglu höfðu ekki borist myndirnar þegar rætt var við hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Tveimur Leica myndavélum, fjórum linsum, snjallsíma, tölvu, hörðum diski og ýmsum öðrum myndavélabúnaði var stolið af indverskum ljósmyndara við Hallgrímskirkju þann 30. desember síðastliðinn. Maðurinn var hér á landi, ásamt fjölskyldu sinni, til að mynda tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Hann metur tjónið á því sem nemur um 2,7 milljónum króna og segist ekki vera tryggður. Atvikið átti sér stað þar sem fjölskyldan bjó sig undir að ganga um borð í flugrútu vestan við kirkjuna. Dökkklæddur karlmaður vatt sér þá upp að ljósmyndaranum, rétti honum snjallsíma og bað hann um að taka af sér mynd. Á meðan virðist félagi hans hafa látið til skarar skríða og tekið tvær töskur úr barnakerru án þess að hjónin yrðu þess vör. Þetta gerðist öðru hvor megin við klukkan fjögur. Maðurinn, Koushik Sarkar, greindi frá þessu á vefsíðu Tripadvisor en Fréttablaðið hefur undir höndum myndir af vettvangi og afrit af skýrslu sem maðurinn gaf á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hana fyllti hann út klukkan fimm samdægurs en engu mátti að sögn muna að fjölskyldan missti af flugi vegna þessa atviks. Eiginkona Sarkars og börn eru í forgrunni. Að baki þeim sjást tveir menn fylgjast með fjölskyldunni. Annar þeirra gaf sig á tal við Sarkar. Mynd/Sarkar Það var ekki fyrr en í fluginu, þegar Sarkar fór að skoða myndir sem hann tók á snjallsíma eiginkonu sinnar á meðan þau biðu eftir flugrútunni, sem upp fyrir honum rann hvernig í pottinn var búið. Hann sá á myndbandi og ljósmyndum í þeim síma að mennirnir virðast hafa fylgst með fjölskyldunni í drykklanga stund áður en þeir létu til skarar skríða. Á flestum myndunum snúa þeir sér undan myndavélasíma eiginkonu Sarkars eða reyna að hylja andlit sín. Sarkar sagði frá atvikinu á Tripadvisor í þeirri von að fleiri falli ekki fyrir bragðinu. Svona lagað gæti líka gerst á Íslandi, þó það væri fyrir fram ólíklegur staður. Spurður hvers vegna hann hafi ekki verið tryggður, með svo dýran búnað í farteskinu, svarar Sarkar því til að þessar myndavélar fáist ekki á Indlandi. Indversk tryggingafélög tryggi ekki búnað sem keyptur sé erlendis. Þá hafi hann haft töskurnar á sér öllum stundum, ef frá eru talin andartökin þar sem þeim var stolið. „Ég á myndir og myndband af þessum mönnum og gæti borið kennsl á þá ef ég sæi þá aftur,“ segir Sarkar, sem komið hefur myndunum á lögreglu. Hann segist í samskiptum við Fréttablaðið vera miður sín yfir atburðinum, enda sé um dýran búnað að ræða og hann hafi tapað miklu magni af óunnum myndum. Sarkar segir að þau hjónin séu miklir aðdáendur Sigur Rósar, enda hafi þau gagngert ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fylgjast með hljómsveitinni. Hann hafi farið í ferðina í sjálfboðavinnu. „Við fórum með börnin okkar á tónleika sveitarinnar fyrsta daginn, svo þau myndu átta sig á hvaðan tónlistin sem þau hafa alist upp við að hlusta á, er komin,“ segir hann. Sarkar segist meðal annars hafa tapað öllum myndunum af tónlistarhátíðinni. „Allan þennan búnað er mögulegt að eignast aftur en augnablikin sem ég festi á filmu koma aldrei aftur. Ég sé mest eftir þeim. Kaldhæðni örlaganna er sú að myndirnar eru einskis virði í augum þessara manna. Þeir munu líklega eyða þeim.“ Á meðal þess sem var í töskunum voru tvær myndavélar (týpur M8 og ME) og fjórar linsur (28, 35, 50 og 90 mm) af gerðinni Leica. Í töskunum var einnig Apple MacBook Air titanium fartölva, framleidd 2016, og 65 GB iPhone 5, með indversku Vodafone-símkorti, svo eitthvað sé nefnt. Í póstnúmeri 101 var tilkynnt um 41 þjófnaðarbrot í desember. Það eru um helmingi færri tilvik í mánuði en á tímabilinu frá ágúst til nóvember. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri staðfestir að málið sé til skoðunar en lögreglu höfðu ekki borist myndirnar þegar rætt var við hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira