Miklum verðmætum stolið af indverskri fjölskyldu sem kom til að sjá Sigur Rós: „Ég á myndir af þessum mönnum“ Baldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2018 08:00 Sarkar á kaffihúsi í Reykjavík við upphaf ferðarinnar. Mynd/Sarkar Tveimur Leica myndavélum, fjórum linsum, snjallsíma, tölvu, hörðum diski og ýmsum öðrum myndavélabúnaði var stolið af indverskum ljósmyndara við Hallgrímskirkju þann 30. desember síðastliðinn. Maðurinn var hér á landi, ásamt fjölskyldu sinni, til að mynda tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Hann metur tjónið á því sem nemur um 2,7 milljónum króna og segist ekki vera tryggður. Atvikið átti sér stað þar sem fjölskyldan bjó sig undir að ganga um borð í flugrútu vestan við kirkjuna. Dökkklæddur karlmaður vatt sér þá upp að ljósmyndaranum, rétti honum snjallsíma og bað hann um að taka af sér mynd. Á meðan virðist félagi hans hafa látið til skarar skríða og tekið tvær töskur úr barnakerru án þess að hjónin yrðu þess vör. Þetta gerðist öðru hvor megin við klukkan fjögur. Maðurinn, Koushik Sarkar, greindi frá þessu á vefsíðu Tripadvisor en Fréttablaðið hefur undir höndum myndir af vettvangi og afrit af skýrslu sem maðurinn gaf á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hana fyllti hann út klukkan fimm samdægurs en engu mátti að sögn muna að fjölskyldan missti af flugi vegna þessa atviks. Eiginkona Sarkars og börn eru í forgrunni. Að baki þeim sjást tveir menn fylgjast með fjölskyldunni. Annar þeirra gaf sig á tal við Sarkar. Mynd/Sarkar Það var ekki fyrr en í fluginu, þegar Sarkar fór að skoða myndir sem hann tók á snjallsíma eiginkonu sinnar á meðan þau biðu eftir flugrútunni, sem upp fyrir honum rann hvernig í pottinn var búið. Hann sá á myndbandi og ljósmyndum í þeim síma að mennirnir virðast hafa fylgst með fjölskyldunni í drykklanga stund áður en þeir létu til skarar skríða. Á flestum myndunum snúa þeir sér undan myndavélasíma eiginkonu Sarkars eða reyna að hylja andlit sín. Sarkar sagði frá atvikinu á Tripadvisor í þeirri von að fleiri falli ekki fyrir bragðinu. Svona lagað gæti líka gerst á Íslandi, þó það væri fyrir fram ólíklegur staður. Spurður hvers vegna hann hafi ekki verið tryggður, með svo dýran búnað í farteskinu, svarar Sarkar því til að þessar myndavélar fáist ekki á Indlandi. Indversk tryggingafélög tryggi ekki búnað sem keyptur sé erlendis. Þá hafi hann haft töskurnar á sér öllum stundum, ef frá eru talin andartökin þar sem þeim var stolið. „Ég á myndir og myndband af þessum mönnum og gæti borið kennsl á þá ef ég sæi þá aftur,“ segir Sarkar, sem komið hefur myndunum á lögreglu. Hann segist í samskiptum við Fréttablaðið vera miður sín yfir atburðinum, enda sé um dýran búnað að ræða og hann hafi tapað miklu magni af óunnum myndum. Sarkar segir að þau hjónin séu miklir aðdáendur Sigur Rósar, enda hafi þau gagngert ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fylgjast með hljómsveitinni. Hann hafi farið í ferðina í sjálfboðavinnu. „Við fórum með börnin okkar á tónleika sveitarinnar fyrsta daginn, svo þau myndu átta sig á hvaðan tónlistin sem þau hafa alist upp við að hlusta á, er komin,“ segir hann. Sarkar segist meðal annars hafa tapað öllum myndunum af tónlistarhátíðinni. „Allan þennan búnað er mögulegt að eignast aftur en augnablikin sem ég festi á filmu koma aldrei aftur. Ég sé mest eftir þeim. Kaldhæðni örlaganna er sú að myndirnar eru einskis virði í augum þessara manna. Þeir munu líklega eyða þeim.“ Á meðal þess sem var í töskunum voru tvær myndavélar (týpur M8 og ME) og fjórar linsur (28, 35, 50 og 90 mm) af gerðinni Leica. Í töskunum var einnig Apple MacBook Air titanium fartölva, framleidd 2016, og 65 GB iPhone 5, með indversku Vodafone-símkorti, svo eitthvað sé nefnt. Í póstnúmeri 101 var tilkynnt um 41 þjófnaðarbrot í desember. Það eru um helmingi færri tilvik í mánuði en á tímabilinu frá ágúst til nóvember. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri staðfestir að málið sé til skoðunar en lögreglu höfðu ekki borist myndirnar þegar rætt var við hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Tveimur Leica myndavélum, fjórum linsum, snjallsíma, tölvu, hörðum diski og ýmsum öðrum myndavélabúnaði var stolið af indverskum ljósmyndara við Hallgrímskirkju þann 30. desember síðastliðinn. Maðurinn var hér á landi, ásamt fjölskyldu sinni, til að mynda tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður. Hann metur tjónið á því sem nemur um 2,7 milljónum króna og segist ekki vera tryggður. Atvikið átti sér stað þar sem fjölskyldan bjó sig undir að ganga um borð í flugrútu vestan við kirkjuna. Dökkklæddur karlmaður vatt sér þá upp að ljósmyndaranum, rétti honum snjallsíma og bað hann um að taka af sér mynd. Á meðan virðist félagi hans hafa látið til skarar skríða og tekið tvær töskur úr barnakerru án þess að hjónin yrðu þess vör. Þetta gerðist öðru hvor megin við klukkan fjögur. Maðurinn, Koushik Sarkar, greindi frá þessu á vefsíðu Tripadvisor en Fréttablaðið hefur undir höndum myndir af vettvangi og afrit af skýrslu sem maðurinn gaf á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hana fyllti hann út klukkan fimm samdægurs en engu mátti að sögn muna að fjölskyldan missti af flugi vegna þessa atviks. Eiginkona Sarkars og börn eru í forgrunni. Að baki þeim sjást tveir menn fylgjast með fjölskyldunni. Annar þeirra gaf sig á tal við Sarkar. Mynd/Sarkar Það var ekki fyrr en í fluginu, þegar Sarkar fór að skoða myndir sem hann tók á snjallsíma eiginkonu sinnar á meðan þau biðu eftir flugrútunni, sem upp fyrir honum rann hvernig í pottinn var búið. Hann sá á myndbandi og ljósmyndum í þeim síma að mennirnir virðast hafa fylgst með fjölskyldunni í drykklanga stund áður en þeir létu til skarar skríða. Á flestum myndunum snúa þeir sér undan myndavélasíma eiginkonu Sarkars eða reyna að hylja andlit sín. Sarkar sagði frá atvikinu á Tripadvisor í þeirri von að fleiri falli ekki fyrir bragðinu. Svona lagað gæti líka gerst á Íslandi, þó það væri fyrir fram ólíklegur staður. Spurður hvers vegna hann hafi ekki verið tryggður, með svo dýran búnað í farteskinu, svarar Sarkar því til að þessar myndavélar fáist ekki á Indlandi. Indversk tryggingafélög tryggi ekki búnað sem keyptur sé erlendis. Þá hafi hann haft töskurnar á sér öllum stundum, ef frá eru talin andartökin þar sem þeim var stolið. „Ég á myndir og myndband af þessum mönnum og gæti borið kennsl á þá ef ég sæi þá aftur,“ segir Sarkar, sem komið hefur myndunum á lögreglu. Hann segist í samskiptum við Fréttablaðið vera miður sín yfir atburðinum, enda sé um dýran búnað að ræða og hann hafi tapað miklu magni af óunnum myndum. Sarkar segir að þau hjónin séu miklir aðdáendur Sigur Rósar, enda hafi þau gagngert ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fylgjast með hljómsveitinni. Hann hafi farið í ferðina í sjálfboðavinnu. „Við fórum með börnin okkar á tónleika sveitarinnar fyrsta daginn, svo þau myndu átta sig á hvaðan tónlistin sem þau hafa alist upp við að hlusta á, er komin,“ segir hann. Sarkar segist meðal annars hafa tapað öllum myndunum af tónlistarhátíðinni. „Allan þennan búnað er mögulegt að eignast aftur en augnablikin sem ég festi á filmu koma aldrei aftur. Ég sé mest eftir þeim. Kaldhæðni örlaganna er sú að myndirnar eru einskis virði í augum þessara manna. Þeir munu líklega eyða þeim.“ Á meðal þess sem var í töskunum voru tvær myndavélar (týpur M8 og ME) og fjórar linsur (28, 35, 50 og 90 mm) af gerðinni Leica. Í töskunum var einnig Apple MacBook Air titanium fartölva, framleidd 2016, og 65 GB iPhone 5, með indversku Vodafone-símkorti, svo eitthvað sé nefnt. Í póstnúmeri 101 var tilkynnt um 41 þjófnaðarbrot í desember. Það eru um helmingi færri tilvik í mánuði en á tímabilinu frá ágúst til nóvember. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri staðfestir að málið sé til skoðunar en lögreglu höfðu ekki borist myndirnar þegar rætt var við hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira