„Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Sam Quek fagnar gullinu í Ríó 2016. vísir/getty „Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek. Aðrar íþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek.
Aðrar íþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti