Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í CrossFit, vakti athygli á því á Instagram-síðu sinni að þær Anníe og Katrín Tanja hafi verið hlið við hlið á meðan þær komust í gegnum rúmlega þriggja klukkutíma róður í lokagrein mikvikudagsins.
„Ég reyndi að tala við Katrínu en hún svaraði ekki,“ sagði Anníe þegar hún ræddi við Dave Castro eftir maraþonróðurinn. „Ég sagði: Við erum að standa okkur svo vel Katrín. Segðu mér að við séum að standa okkur vel,“ sagði Anníe Mist.
„Sagðir þú það? Ég heyrði ekki í þér,“ sagði Katrín Tanja en bætti svo við: „Það var langbest að hafa hana við hliðina á mér. Það færði mér ró og hughreystingu,“ sagði Katrín Tanja.
Báðar enduðu þær meðal fimm efstu. Anníe Mist varð þriðja og Katrín Tanja endaði í fimmta sæti.
Hér fyrir neðan má sjá færsluna á Instagram-síðu Dave Castro.
Longtime friends @anniethorisdottir and @katrintanja performed the marathon row on rowers next to one another. - “I tried to talk to Katrin but she didn’t reply,” says Annie. - “I said ‘We’re doing so good, Katrin. Tell me we’re doing good.’” - “You said that?” asks Davidsdottir. “I couldn’t hear you.” - “Having her next to me was the best,” Davidsdottir continues. “It just brings me comfort.” - Both women finished the marathon row in the top five. Thorisdottir took third and Davidsdottir took fifth. - Thorisdottir “didn’t think it was that bad.” - @CrossFitGames @Reebok @antlucicphotography #CrossFitGames
A post shared by Dave Castro (@thedavecastro) on Aug 1, 2018 at 7:08pm PDT
Anníe Mist og Katrín Tanja fengu frídag í gær en í dag er komið að næstu tveimur greinum í keppninni. Anníe Mist er þriðja í heildarkeppninni en Katrín Tanja er í sjötta sæti.
Katrín Tanja má ekki dragast mikið meira aftur úr ætli hún að vera með í baráttunni um fyrsta sætið.