Heimir þakkaði fyrir sig Benedikt Bóas skrifar 3. ágúst 2018 10:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þykir gull af manni og mætti þannig daginn eftir að hann lenti á Íslandi eftir átökin í Rússlandi með flautuna til að dæma á krakkamóti í Vestmannaeyjum. Heimir átti í einstöku sambandi við stuðningsmenn íslenska landsliðsins og urðu fundir hans með stuðningsmönnunum á Ölveri heimsfrægir fyrir heimaleikina þar sem hann fór yfir hvað liðið ætlaði að gera í komandi leik. Aldrei brást traustið og mikil virðing skapaðist. Heimir hringdi í nokkra stjórnarmenn Tólfunnar, trúlega alla án þess að það hafi fengist staðfest, og þakkaði fyrir samstarfið. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að þetta lýsi Heimi vel. „Við áttum gott spjall saman. Hann er auðvitað gull af manni, það vita allir og það var gaman að heyra í honum hljóðið. Við þökkuðum hvor öðrum fyrir þessi ár saman, en ég veit ekki hvort hann hafi hringt í fleiri, ég hef ekki verið í sambandi við alla eftir Rússland. Það er smá ládeyða eftir HM áður en næsta verkefni fer af stað. En þetta lýsir honum ágætlega, hann er svo fallegur að innan sem utan.“ Benjamín segir að það sé undir nýjum þjálfara komið að halda í þær hefðir sem Heimir skapaði. „Það er samtal sem við munum eiga við nýjan þjálfara. Þegar sambandið ræður einhvern þá verður gaman að eiga fund með þeim aðila og sjá hvernig stemningin er.“ Benjamín segir það vera mikinn heiður að hafa kynnst Heimi svona náið. Hann sé stoltur af því. „Hann er jarðbundinn og er elskaður og dáður hérlendis og erlendis. Hann er einstakur maður og gaman að fá að hafa kynnst honum og mikill heiður. En nú er ég spenntur að sjá hvað sambandið mun bjóða upp á og taka í spaðann á nýjum þjálfara. Hvort hann sé þenkjandi fyrir svona hluti eins og Heimir skapaði því við viljum halda áfram. Hvort það verður er þjálfarans að segja. Vonandi, því þetta er góð hefð en það mun koma í ljós.“ benediktboas@frettabladid.is
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira