Elva fann sjálfa sig aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2025 12:30 Elva Björg náði sér á strik eftir erfiða tíma árið 2019. Elva Björg Gunnarsdóttir er 41 árs fimleikadrottning, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum, þar sem henni líður best. Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa kynnst Elvu, eða bara spjallað við hana í stutta stund, eru sammála um að þarna er ein skemmtilegasta, orkumesta og duglegasta kona landsins á ferðinni. Elva gekk í Suðurhlíðarskóla í Fossvogi alla sína grunnskólagöngu. Þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann og í gegnum allt námið æfði hún fimleika af krafti. Hún er í dag margfaldur meistari, bæði hér heima og erlendis. Elva er hluti af teyminu í sjónvarpsþættinum Með okkar augum á RÚV. Að þessum verðlaunaþáttum vinnur fólk með þroskahömlun og málefni líðandi stundar skoðuð með þeirra augum. Fór í allskonar rannsóknir Árið 2019 var systir Elvu að skoða grein í erlendu tímariti um sjaldgæft heilkenni. Henni fannst fólkið með heilkennið ansi líkt systur sinni. „Hún sendir greinina á mömmu mína og var gjörsamlega sammála hvað fólkið í henni er líkt mér. Þannig í sameiningu þá panta þér tíma hjá erfðalækni. Ég fer og hitti hann og þar eru teknar blóðprufur og fingraför og ég fer í allskonar rannsóknir hjá honum,“ segir Elva. Við tók sex vikna bið eftir svari úr rannsóknunum. Þegar greiningarferlið hófst var Elva á slæmum stað andlega og með hverri vikunni versnaði henni og versnaði. „Eftir sex vikur þegar það kemur jákvætt svar um þetta þá er ég orðin líkamlega þunglynd og andlega veik og tek þessum gleðifréttum ekkert svo rosalega vel. Mér fannst þetta vera meira sjokk heldur en gleðifréttir. Frá október til 23. desember árið 2019 er ég að flakka milli heimilis míns og geðdeildar. Bara til að jafna mig og mér leið svo illa.“ Kom sér í gang aftur Elvu leist ekkert á blikuna og ákvað að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún fékk liðveislur sem aðstoðuðu hana við að koma sér í gang. „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur eftir þennan hræðilega tíma og það tókst. Það er nefnilega svo skrýtið að allskonar fólk getur fengið þunglyndi og andleg veikindi, meira segja ég. Ég var alltaf svo hress og kát,“ segir Elva sem líður mjög vel í dag. Í dag 23. október er alþjóðlegur dagur þessara heilkennis og hvetur Elva allt til að klæðast grænu í dag í tilefni af þessum degi. Elva vinnur nú að því að fræða aðra um heilkennið. Alla daga október hefur hún birt fræðslumola á samfélagsmiðla sína. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. Rætt var við hana í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið.
Ísland í dag Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira