Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2018 22:30 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira