Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2018 22:30 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent