Endurkomusigur hjá Íslandsvininum Mahomes í Denver Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 07:30 Patrick Mahomes fór úr blokk í Mosó í að verða stórstjarna í NFL. vísir/getty Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur. NFL Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur.
NFL Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira