Nýkjörinn þingmaður fær ekki sæti á Bandaríkjaþingi í skugga ásakana um kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 28. desember 2018 22:41 Repúblikaninn Mark Harris gæti þurft að bíða eftir að fá að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla ekki að leyfa nýkjörnum þingmanni repúblikana frá Norður-Karólínu að taka sæti sitt á meðan rannsókn stendur yfir á meintum kosningasvikum í síðasta mánuði. Sæti hans yrði autt þar til niðurstaða fæst í rannsóknina. Mark Harris, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, hlaut flest atkvæði til embættis fulltrúadeildarþingmanns í 9. kjördæmi Norður-Karólínu í kosningunum sem fóru fram 6. nóvember. Fljótlega komu þó fram upplýsingar sem bentu til þess að brögð hefðu verið í tafli. Um 900 atkvæðum munaði á Harris og demókratanum Dan McCready. Ásakanir eru uppi um að maður sem Harris réð til starfa fyrir framboðið hafi gengið í hús í ákveðnum sýslum, safnað utankjörfundaratkvæðum og hent þeim. Kjósendur demókrata eru mun líklegri til að greiða atkvæði utan kjörfundar en repúblikanar. Kjörstjórn Norður-Karólínu hefur fram að þessu neitað að staðfesta úrslit kosninganna á meðan meintu kosningasvikin eru rannsökuð. Repúblikanar í ríkinu leystu kjörstjórnina upp í dag. Framkvæmdastjóri Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu sakar nefndina um að hafa brugðist skyldum sínum með því að staðfesta ekki kosningaúrslitin og segir mögulegt að flokkurinn leiti til dómstóla, að sögn Washington Post. Demókratar saka repúblikana á móti um að reyna að leggja stein í götu rannsóknarinnar og að „stela“ kosningunum.Óljóst með framhaldið Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember og nýtt þing kemur saman í byrjun janúar. Steny H. Hoyer, verðandi leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, segir að þeir ætli að mótmæla því að Harris fái að taka sæti vegna „vel sannaðra kosningasvika“. „Í þessu tilfelli vega heilindi lýðræðislega fyrirkomulagsins þyngra en áhyggjur af því að sætið verði autt við upphaf nýs þings,“ segir Hoyer í yfirlýsingu. Ný kjörstjórn á að taka við 11. janúar. Hún gæti ákveðið að staðfesta úrslit kosninganna, krefjast nýrra kosninga eða gripið til annarra ráðstafana. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu og demókrati, segist ætla að skipa bráðabirgðakjörstjórn sem starfar þangað til. Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla ekki að leyfa nýkjörnum þingmanni repúblikana frá Norður-Karólínu að taka sæti sitt á meðan rannsókn stendur yfir á meintum kosningasvikum í síðasta mánuði. Sæti hans yrði autt þar til niðurstaða fæst í rannsóknina. Mark Harris, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, hlaut flest atkvæði til embættis fulltrúadeildarþingmanns í 9. kjördæmi Norður-Karólínu í kosningunum sem fóru fram 6. nóvember. Fljótlega komu þó fram upplýsingar sem bentu til þess að brögð hefðu verið í tafli. Um 900 atkvæðum munaði á Harris og demókratanum Dan McCready. Ásakanir eru uppi um að maður sem Harris réð til starfa fyrir framboðið hafi gengið í hús í ákveðnum sýslum, safnað utankjörfundaratkvæðum og hent þeim. Kjósendur demókrata eru mun líklegri til að greiða atkvæði utan kjörfundar en repúblikanar. Kjörstjórn Norður-Karólínu hefur fram að þessu neitað að staðfesta úrslit kosninganna á meðan meintu kosningasvikin eru rannsökuð. Repúblikanar í ríkinu leystu kjörstjórnina upp í dag. Framkvæmdastjóri Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu sakar nefndina um að hafa brugðist skyldum sínum með því að staðfesta ekki kosningaúrslitin og segir mögulegt að flokkurinn leiti til dómstóla, að sögn Washington Post. Demókratar saka repúblikana á móti um að reyna að leggja stein í götu rannsóknarinnar og að „stela“ kosningunum.Óljóst með framhaldið Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember og nýtt þing kemur saman í byrjun janúar. Steny H. Hoyer, verðandi leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, segir að þeir ætli að mótmæla því að Harris fái að taka sæti vegna „vel sannaðra kosningasvika“. „Í þessu tilfelli vega heilindi lýðræðislega fyrirkomulagsins þyngra en áhyggjur af því að sætið verði autt við upphaf nýs þings,“ segir Hoyer í yfirlýsingu. Ný kjörstjórn á að taka við 11. janúar. Hún gæti ákveðið að staðfesta úrslit kosninganna, krefjast nýrra kosninga eða gripið til annarra ráðstafana. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu og demókrati, segist ætla að skipa bráðabirgðakjörstjórn sem starfar þangað til.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent