Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 14:52 Guðmundur Ingi umhverfisráðherra í pontu á COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00