Sport

Rodgers fékk draumaafmælisgjöfina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Takk fyrir samstarfið. Rodgers er sagður gráta krókódílatárum yfir því að McCarthy sé farinn.
Takk fyrir samstarfið. Rodgers er sagður gráta krókódílatárum yfir því að McCarthy sé farinn. vísir/getty

Green Bay Packers tapaði mjög óvænt á heimavelli í gær gegn lélegasta liði NFL-deildarinnar, Arizona Cardinals. Það tap átti eftir að hafa afleiðingar.

Þremur tímum eftir tapið gaf Packers það út að félagið væri búið að reka þjálfarann, Mike McCarthy, en hann hefur þjálfað liðið í þrettán ár. Hermt er að McCarthy hafi engan veginn átt von á því að vera rekinn.

Gengi Packers í vetur hefur verið langt undir væntingum félagsins. Samstarf McCarthy og leikstjórnanda liðsins, Aaron Rodgers, hefur ekki verið gott og var gantast með það í gær að þetta hafi verið draumaafmælisgjöf Rodgers sem fagnaði afmæli sínu í gær.

Sóknarþjálfari liðsins, Joe Philbin, hefur verið ráðinn aðalþjálfari til bráðabirgða. Hann hefur reynslu sem aðalþjálfari hjá Dolphins frá 2012 til 2015. Þar áður var hann hjá Packers í níu ár.

„Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður,“ sagði McCarthy eftir leikinn en Packers á nánast enga möguleika á sæti í úrslitakeppninni þegar fjórar umferðir eru eftir. Lítið vissi McCarthy þarna að verið var að ákveða að reka hann hinum megin við dyrnar.

McCarthy vann 125 leiki, tapaði 77 og gerði 2 jafntefli sem þjálfari liðsins. Í úrslitakeppninni er hann 10-8. Hann gerði liðið að meisturum 2010 en hefur þrisvar tapað undanúrslitaleik með liðinu.

NFL

Tengdar fréttir

Stálið bráðnaði í sögulegu tapi Pittsburgh liðsins

Spennan er ekkert minni í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir viðburðarríkan sunnudag í ameríska fótboltanum. Hrútarnir urðu fyrstir til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.