Meistara-Ernirnir eru enn á lífi í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 09:30 Carson Wentz leiddi sína menn í Philadelphia Eagles til mikilvægs sigurs í nótt. Vísir/Getty NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri. NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Sjá meira
NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri.
NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Sjá meira