Sport

Rússar áfram í banni í frjálsum íþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yelena Isinbaeva er fyrrum afrekskona Rússa í stangarstökki en hún vann gull á bæði ÓL 2004 og ÓL 2008.
Yelena Isinbaeva er fyrrum afrekskona Rússa í stangarstökki en hún vann gull á bæði ÓL 2004 og ÓL 2008. Vísir/Getty

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið mun ekki aflétta banni rússnesks frjálsíþróttafólks á árinu 2019.

Rússar voru dæmdir í bann af IAAF í nóvember 2015 fyrir skipulagt og kerfisbundið lyfjamisferli íþróttamanna sinna. Rússar hafa því verið í banni í meira en þrjú ár.

IAAF segist ekki ætla að aflétta banninu fyrr en öll sýni og allar upplýsingar frá rannsóknarstofu rússneska lyfjaeftirlitsins verði gerðar opinberar.

Alþjóðalyfjaeftirliðið WADA hafði gefið lyfjaeftirliti Rússa leyfi að taka aftur til starfa í september síðastliðnum en sú ákvörðun var umdeild.





Rússar þurfa líka að greiða sjálfir allan kostnað vegna vinnu starfshóps Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

Þetta er í níunda skiptið sem Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafnar beiðni Rússa um að aflétta banninu.

Rússar mega af þessum sökum ekki keppa undir rússneska fánanum á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í febrúar en þeir Rússar sem geta sannað að þeir séu „hreinir “ mega keppa undir hlutlausum fána á EM í Glasgow.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×