Tvær fjöldagrafir í Hólavallagarði vegna spænsku veikinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 18:46 Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ] Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ]
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira