Tvær fjöldagrafir í Hólavallagarði vegna spænsku veikinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 18:46 Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ] Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ]
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira