Sport

Endurgerði 15 ára gamalt fagn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas með samlokusímann á lofti.
Thomas með samlokusímann á lofti. vísir/getty

Hinn stórkostlegi útherji New Orleans Saints, Michael Thomas, bauð upp á frábært fagn í sigrinum á LA Rams í gær.

Þá hafði Thomas haft fyrir því að fela gamlan samlokusíma upp við endamarksstöngina. Hann náði svo í símann eftir að hafa skorað frábært snertimark.

Þetta er nákvæmlega sama fagn og Joe Horn, fyrrum leikmaður Saints, bauð upp á fyrir 15 árum síðan.Ekki voru allir hrifnir af þessu uppátæki Thomas enda sigurinn ekki alveg í höfn er hann fagnaði. Þetta fagn þýddi nefnilega fimmtán jarda víti sem hefði getað verið dýrt spaug.

Þetta slapp þó fyrir horn og þetta fagn Thomas mun lifa lengi.

Hann var með 211 gripna jarda í leiknum sem er persónulegt met sem og hjá Saints. Það mátti því alveg leyfa sér aðeins.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.