Sport

Kúrekarnir skotnir niður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi ágæta kona vill láta reka Jason Garrett, þjálfara Kúrekanna. Hún er ekki ein á þeirri skoðun.
Þessi ágæta kona vill láta reka Jason Garrett, þjálfara Kúrekanna. Hún er ekki ein á þeirri skoðun. vísir/getty

Það er vandræðagangur á Dallas Cowboys og tap, 14-28, á heimavelli gegn Tennessee Titans gæti reynst dýrt í lok tímabils.

Dallas er núna 3-5 og í þriðja sæti í sínum riðli en þó aðeins tveimur sigrum frá toppsætinu. Dallas má því ekki við því að misstíga sig mikið meira ef það ætlar sér sæti í úrslitakeppninni. Tennessee er aftur á móti 4-4 og í öðru sæti síns riðils.

Dallas byrjaði leikinn ágætlega og leiddi framan af. Titans náði þó að jafna fyrir hlé, 14-14.

Gestirnir svo sterkari í síðari hálfleik og leikstjórnandi þeirra, Marcus Mariota, gerði endanlega út um leikinn er hann hljóp sjálfur með boltann í endamarkið. 14-28 og frammistaða Dallas olli miklum vonbrigðum.

Leikstjórnandi Kúrekanna, Dak Prescott, kláraði 21 af 31 sendingum sínum fyrir 243 jördum, 2 snertimörkum og hann kastaði líka einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór aðeins 61 jard í þessum leik. Hinn nýi útherji liðsins Amari Cooper greip fimm bolta fyrir 58 jördum og einu snertimarki.

Mariota kláraði 21 af 29 sendingum sínum fyrir 240 jördum og 2 snertimörkum. Dion Lewis hljóp mest í liði Titans eða 62 jarda.

Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.