Þegar Hughes spilaði tvo leiki í tveimur löndum sama daginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Hughes í landsleik gegn Tékkum. Fyrir aftan má sjá glitta í Ian Rush. vísir/getty Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes. Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes.
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira