Enski boltinn

Zlatan: Gæðin á Englandi ofmetin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan skoraði 29 mörk i 53 leikjum með United
Zlatan skoraði 29 mörk i 53 leikjum með United Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic segir gæði ensku úrvalsdeildarinnar ofmetin en ekki allir geti lifað af hraðann í deildinni.

Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United árið 2016 eftir langan feril þar sem hann hafði orðið meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi.



Svíinn hjálpaði Manchester United vinna deildarbikarinn og Evrópudeildina en náði ekki að hreppa Englandsmeistaratitilinn.

„Ég hafði átt langan feril áður en ég fór til Englands og spilað í mismunandi löndum fyrir mismunandi félög. Fólk sagði við mig, þú þarft ekki að fara til Englands, ef þér mistekst þar þá mun fólk segja að þú hafi ekki verið nógu góður. Það voru allir á móti þessari ákvörðun,“ sagði Zlatan við fótboltatímaritið FourFourTwo.

„Mér líkar úrvalsdeildin, hún var mjög spennandi. Hún fær mikla athygli en mér finnst gæðin vera aðeins ofmetin. Einstaklingsgæðin og tæknin. Tempóið er hins vegar hátt.“

„Þrátt fyrir að þú sért meðal þeirra bestu, ef þú ræður ekki við tempóið og hraðann þá mun þér ekki ganga vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×