Sport

Sturlaður í svitabaði | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Irvin er einn æstur maður.
Irvin er einn æstur maður.

Dallas Cowboys-goðsögnin Michael Irvin bauð upp á ótrúlega frammistöðu í þættinum First Take. Þá svitnaði hann eins og hann væri enn að spila.

Irvin er einn besti útherji í sögu NFL-deildarinnar og var lykilmaður í liði Kúrekanna í lok síðustu aldar sem vann titla.

Irvin er ekkert að grínast með ástríðuna þegar hann ræðir um sitt félag. Svo æstur var hann að svitinn lak niður andlit hans.

Sviðsstjórinn mætti upp á svið til þess að þurrka svitann á meðan Irvin var hálfsturlaður í mikilli eldræðu. Hann hélt svo bara áfram að svitna. Þessa veislu má sjá hér að neðan.


NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.