Góða systir kveður: „Ég hef hvorki tíma né þörf fyrir að skamma fullorðna einstaklinga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 22:21 Þórunn stofnaði hópinn í desembermánuði árið 2015 með þann tilgang að leiðarljósi að hópurinn yrði vettvangur þar sem konur gætu staðið saman og sýnt hver annarri skilning og virðingu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og viðhorf. Vísir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona og stjórnandi reglulegra karíókíkvölda á Sæta svíninu, hefur ákveðið að loka vinsæla Facebook hópnum Góðu systur en tæplega fimmtíu þúsund konur eru í hópnum. Þórunn stofnaði hópinn í desembermánuði árið 2015 með þann tilgang að leiðarljósi að hópurinn yrði vettvangur þar sem konur gætu staðið saman og sýnt hver annarri skilning og virðingu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og viðhorf. Í viðtali hjá Íslandi í dag þegar Þórunn Antonía var nýbúin að stofna hópinn sagði hún að konur eigi að vera góðar við aðrar konur.Vill að konur standi saman „Mig langaði að stofna hóp þar sem færu fram jákvæð samskipti, jákvæðar fréttir og jákvæð uppbygging.“ Facebook hópurinn vakti strax heimsathygli ekki síst vegna þess gífurlega fjölda sem gekk í hópinn en fimmtíu þúsund konur skráðu sig í hópinn á fyrstu þremur dögunum. Konurnar í Facebook hópnum hafa ekki látið sér það nægja að tala vel um konur á síðunni því þær hafa ítrekað notað sameiningarkraftinn til að safna peningum fyrir góðan málstað.Fréttablaðið/AntonÁstæðan fyrir því að Þórunn Antonía hefur ákveðið að loka hópnum er sú að hún segist því miður sjá meira af neikvæðum innleggjum á síðunni heldur en jákvæðum að undanförnu sem er að sjálfsögðu ekki í anda tilgangs hópsins. Þess ber einnig að geta að skömmu eftir stofnun Góðu systur var annar Facebook hópur stofnaður til höfuðs hinni góðu sem hét Vonda systir. „Ég hef hvorki tíma né þörf fyrir að skamma fullorðna einstaklinga fyrir að fara ekki eftir reglum hópsins því ég kýs að eiga frekar samskipti við fólkið í mínum raunheimi sem skiptir mig í alvöru máli,“ skrifar Þórunn Antonía í kveðjubréfi til kvennanna í hópnum.Mikil vinna að vera umsjónarkona hópsins Að vera umsjónarkona svona fjölmenns Facebook hóps er heilmikil sjálfboðavinna. Þórunn Antonía segir að margir hópmeðlimir hafi ekki áttað sig að fullu á vinnunni sem liggur á bak við hópinn. Þrátt fyrir að hún hafi fengið hjálp við að stýra hópnum hafi það samt ekki verið nóg. Þórunn Antonía segist þó að sjálfsögðu ekki vera hætt að vera „góð systir“ þrátt fyrir lokun hópsins. Hún þakkar þá öllum þeim fjölskyldum sem leituðu til hópsins í neyð sem og öllum þeim konum sem söfnuðu fyrir góðum málefnum. „Ég vil taka það fram að ég elskaði þetta ferli og það veitti mér innsýn í heim kvenna, samskipti, vináttu og allt þar fram eftir götunum sem ég mun nýta mér stórkostlega í næstu ævintýrum,“ skrifar Þórunn Antonía.Ekki náðist í Þórunni Antoníu við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Grunaði ekki að saga Góðu systur væri svona áhugaverð Facebook bauð Þórunni Antoníu Magnúsdóttur til Kaliforníu til að halda erindi um Góðu systur. "Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri,“ segir Þórunn sem er alsæl eftir velheppnaða ferð. 6. maí 2016 11:15 Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30 Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona og stjórnandi reglulegra karíókíkvölda á Sæta svíninu, hefur ákveðið að loka vinsæla Facebook hópnum Góðu systur en tæplega fimmtíu þúsund konur eru í hópnum. Þórunn stofnaði hópinn í desembermánuði árið 2015 með þann tilgang að leiðarljósi að hópurinn yrði vettvangur þar sem konur gætu staðið saman og sýnt hver annarri skilning og virðingu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og viðhorf. Í viðtali hjá Íslandi í dag þegar Þórunn Antonía var nýbúin að stofna hópinn sagði hún að konur eigi að vera góðar við aðrar konur.Vill að konur standi saman „Mig langaði að stofna hóp þar sem færu fram jákvæð samskipti, jákvæðar fréttir og jákvæð uppbygging.“ Facebook hópurinn vakti strax heimsathygli ekki síst vegna þess gífurlega fjölda sem gekk í hópinn en fimmtíu þúsund konur skráðu sig í hópinn á fyrstu þremur dögunum. Konurnar í Facebook hópnum hafa ekki látið sér það nægja að tala vel um konur á síðunni því þær hafa ítrekað notað sameiningarkraftinn til að safna peningum fyrir góðan málstað.Fréttablaðið/AntonÁstæðan fyrir því að Þórunn Antonía hefur ákveðið að loka hópnum er sú að hún segist því miður sjá meira af neikvæðum innleggjum á síðunni heldur en jákvæðum að undanförnu sem er að sjálfsögðu ekki í anda tilgangs hópsins. Þess ber einnig að geta að skömmu eftir stofnun Góðu systur var annar Facebook hópur stofnaður til höfuðs hinni góðu sem hét Vonda systir. „Ég hef hvorki tíma né þörf fyrir að skamma fullorðna einstaklinga fyrir að fara ekki eftir reglum hópsins því ég kýs að eiga frekar samskipti við fólkið í mínum raunheimi sem skiptir mig í alvöru máli,“ skrifar Þórunn Antonía í kveðjubréfi til kvennanna í hópnum.Mikil vinna að vera umsjónarkona hópsins Að vera umsjónarkona svona fjölmenns Facebook hóps er heilmikil sjálfboðavinna. Þórunn Antonía segir að margir hópmeðlimir hafi ekki áttað sig að fullu á vinnunni sem liggur á bak við hópinn. Þrátt fyrir að hún hafi fengið hjálp við að stýra hópnum hafi það samt ekki verið nóg. Þórunn Antonía segist þó að sjálfsögðu ekki vera hætt að vera „góð systir“ þrátt fyrir lokun hópsins. Hún þakkar þá öllum þeim fjölskyldum sem leituðu til hópsins í neyð sem og öllum þeim konum sem söfnuðu fyrir góðum málefnum. „Ég vil taka það fram að ég elskaði þetta ferli og það veitti mér innsýn í heim kvenna, samskipti, vináttu og allt þar fram eftir götunum sem ég mun nýta mér stórkostlega í næstu ævintýrum,“ skrifar Þórunn Antonía.Ekki náðist í Þórunni Antoníu við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Grunaði ekki að saga Góðu systur væri svona áhugaverð Facebook bauð Þórunni Antoníu Magnúsdóttur til Kaliforníu til að halda erindi um Góðu systur. "Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri,“ segir Þórunn sem er alsæl eftir velheppnaða ferð. 6. maí 2016 11:15 Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30 Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Grunaði ekki að saga Góðu systur væri svona áhugaverð Facebook bauð Þórunni Antoníu Magnúsdóttur til Kaliforníu til að halda erindi um Góðu systur. "Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri,“ segir Þórunn sem er alsæl eftir velheppnaða ferð. 6. maí 2016 11:15
Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30
Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56