Sport

Stuðningsmaður Alabama lést eftir átök á bar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Alabama og LSU. Ráðist var á hinn látna er hann fagnaði sigri sinna manna eftir leikinn.
Úr leik Alabama og LSU. Ráðist var á hinn látna er hann fagnaði sigri sinna manna eftir leikinn. vísir/getty

46 ára gamall stuðningsmaður Alabama-háskólans er látinn. Hann var barinn til óbóta á bar og lést af sárum sínm í gær.

Stuðningsmaðurinn, sem hélt Robert Bowers, var að fagna sigri Alabama á LSU í háskólaruðningnum. Upp úr miðnætti lenti hann í átökum við tvo menn sem lömdu Bowers þar til hann missti meðvitund.

Hann lá meðvitundarlaus á spítalanum þar til hann lést í gær.

Búið er að handtaka árásarmennina og þeir munu sitja í steininum þar til hægt verður að rétta yfir þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.