Sport

Dez Bryant samdi við Dýrlingana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður gaman að fylgjast með Bryant hjá Saints.
Það verður gaman að fylgjast með Bryant hjá Saints. vísir/getty

Hið frábæra lið New Orleans Saints í NFL-deildinni varð enn betra í gær þegar útherjinn Dez Bryant samdi við félagið.

Hann var í herbúðum Dallas Cowboys en var sendur frá félaginu eftir síðasta tímabil. Þó svo hann hafi getað valið úr tilboðum hefur Bryant beðið rólegur á hliðarlínunni eftir rétta tilboðinu.

Það kom svo frá Saints og Bryant stökk á það. Samningurinn er til eins árs en Bryant vill sanna sig upp á nýtt með Saints og sjá svo til hvað hann gerir næsta vetur.

Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni. Er búið að vinna sjö leiki í röð og um síðustu helgi voru Dýrlingarnir fyrstir til þess að leggja LA Rams að velli. Sókn liðsins er ógnvekjandi og hún mun ekki veikjast við að fá Bryant inn.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.