Viðvörun Hörður Ægisson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun