Sport

Einn stórkostlegasti blaðamannafundur þjálfara frá upphafi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burns á hliðarlínunni með Vikings.
Burns á hliðarlínunni með Vikings. vísir/getty
Einn kjaftforasti þjálfari sögunnar er klárlega Jerry Burns sem þjálfaði Minnesota Vikings á sínum tíma. Hann var duglegur að nota F-orðið.

Burns var aðalþjálfari Vikings frá 1986 til 1991. Þó svo hann vandaði orðavalið venjulega á blaðamannafundum þá gaf hann algjöran skít í það eftir sigur á Rams árið 1989.

Það eru rétt rúm 29 ár síðan þessi blaðamannafundur fór fram og menn vestra að rifja hann upp enda eftirminnilegur. Burns byrjar fundinn rólegur en eftir fáar sekúndur er eins og hann taki ákvörðun að honum sé alveg sama.

Í kjölfarið koma fjórar stórkostlegar mínútur af hinum eina sanna Burns. Kallinn er orðinn 91 árs í dag og líklega enn að rífa kjaft.

Sjón er sögu ríkari.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×