Sport

Fyrsta misheppnaða sparkið í 223 tilraunum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Líf sparkarans getur verið einmanalegt og þau voru þung sporin hjá Tucker af velli í gær.
Líf sparkarans getur verið einmanalegt og þau voru þung sporin hjá Tucker af velli í gær. vísir/getty

Hinn frábæri sparkari Baltimore Ravens, Justin Tucker, gerði dýr mistök í leik liðsins gegn New Orleans í gær. Hann hafði aldrei klikkað á aukastigi á sjö ára ferli en brást á ögurstundu í gær.

Tucker gat þá jafnað metin á lokasekúndum leiksins gegn Saints en brást bogalistin. Svipurinn á honum var ótrúlegur. Hann hreinlega trúði því ekki að hann hefði klikkað á sparkinu.

Skal svo sem engan undra því hann hafði sparkað 222 aukastigum í röð beint í mark. Hann er nákvæmasti sparkarinn í sögu NFL-deildarinnar og á ekki að gera svona mistök.Tucker var líka öruggur í háskólaboltanum og ef við tökum leikina þar með þá hafði hann skorað 316 aukastig í röð. Þetta var eins og að drekka vatn fyrir hann.

Sparkarinn hefur margoft sagt að heimavöllur Baltimore sé erfiðasti völlurinn til þess að sparka á enda óútreiknanlegir vindar á vellinum. Samt klikkar hann nánast aldrei þar en svo bregðast krosstré sem önnur.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.