Ernirnir flugu yfir Risana | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2018 11:30 Ernirnir í góðum málum í kvöld. vísir/getty Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt. NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang. Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.Saquon Barkley er magnaður.vísir/gettyCarson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk. Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér. Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins. Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.
NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira