Sport

Ernirnir flugu yfir Risana | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ernirnir í góðum málum í kvöld.
Ernirnir í góðum málum í kvöld. vísir/getty
Philadelphia Eeagles valtaði yfir New York Giants, 34-13, í fimmtudagsleik sjöttu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt.

NFL-meistararnir hafa ekki farið alveg nógu vel af stað og voru aðeins búnir að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í nótt en nú duttu þeir í gang.

Gestirnir frá Philadelphiu fóru hratt af stað og voru 24-6 yfir í hálfleik en New York-liðið skoraði sitt eina snertimark í þriðja leikhluta. Meistararnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.

Saquon Barkley er magnaður.vísir/getty
Carson Wentz, leikstjórnandi Eagles, kláraði 26 sendingar af 36 fyrir 278 jördum og þremur snertimörkum en hann fékk mikla og góða aðstoð í sóknarleiknum. Nelson Agholor greip þrjá bolta fyrir 91 jarda og Alshon Jeffrey greip átta sendingar fyrir 74 hördum og skoraði tvö snertimörk.

Eli Manning, leikstjórnandi New York, átti erfiðan dag á skrifstofunni en hann kláraði 24 sendingar af 43 fyrir 281 jarda en náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Hann kastaði aftur á móti boltanum einu sinni frá sér.

Nýliðahlauparinn Saquon Barkley var algjörlega magnaður í liði New York en hann hljóp 130 jarda með boltann í þrettán tilraunum og skoraði eina snertimark heimamanna. Þá greip hann níu sendingar fyrir 99 jördum. Barkley var einn með 229 jarda frá bardagalínunni og eina snertimark liðsins.

Giants er aðeins búið að vinna einn leik af sex og er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Eagles virðist komið á skrið.

Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×