Sport

Komu upp óvissufaktorar sem ekki var búist við

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
mynd/kristinn arason
Þórarinn Reynir Valgeirsson sagði niðurstöðuna ákveðin vonbrigði eftir að ljóst varð að Ísland lenti í fjórða sæti í úrslitum blandaðra unglingaliða á EM í hópfimleikum í Portúgal.

„Ákveðið svekkelsi að ná ekki inn á pallinn, okkur langaði það mjög mikið,“ sagði Þórarinn þegar keppninni var lokið í dag.

„Við héldum okkar sæti, héldum fjórða sætinu. Við vorum að bæta margt í dag en svo fóru aðrir þættir úrskeiðis sem við bjuggumst ekki við.“

Er eitthvað sem þjálfarateymið hefði getað gert til þess að koma í veg fyrir það sem fór úrskeiðis? „Nei. Við tókum eiginlega bara allar ákvarðanir réttar í dag.“

„Það komu bara ákveðnir óvissufaktorar inn sem við bjuggumst ekki við.“

Nú hefur liðið lokið keppni á mótinu og er Þórarinn heilt yfir mjög sáttur með liðið sitt.

„Þetta er búið að vera æðislegt ævintýri. Við, bæði þjálfararnir og krakkarnir, getum labbað ánægð og stolt frá þessu verkefni. Krakkarnir eru reynslunni ríkari.“

„Þetta var langt ferðalag og er búið að vera erfitt, en þau stóðu sig eins og hetjur,“ sagði Þórarinn Reynir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×