Endurkomusigur hjá Íslandsvininum Mahomes í Denver Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 07:30 Patrick Mahomes fór úr blokk í Mosó í að verða stórstjarna í NFL. vísir/getty Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur. NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur.
NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira