Brady náði 500. snertimarkinu í flottum útisigri | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 07:30 Tom Brady var ánægður í nótt. vísir/getty New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark. NFL Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira
New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark.
NFL Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira