Sport

Sveinbjörn mun hækka á heimslistanum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Mynd/jsi.is
Svein­björn Iura komst í þriðju um­ferð í 81 kg flokki á heims­meist­ara­mót­inu í júdó sem fram fer þessa dag­ana í Bakú í Aser­baíd­sj­an. Sveinbjörn sat hjá í fyrstu um­ferð keppn­inn­ar, en mætti Cedrick Kalonga í annarri umferðinni.

Cedrick fékk refsistig snemma í glímunni fyr­ir stöðuga vörn, en skoraði í kjölfarið waza­ari. Eft­ir það tók Svein­björn alla stjórn í glímunni og sótti stíft án þess að skora. Svein­björn fékk ­tæki­færi í gólf­glím­unni og var ekki langt frá því að kom­ast í fasta­tak, en Cedrick slapp með skrekk­inn.

Cedrick var orðinn þreytt­ur undir lok glímunnar og fékk sitt annað refsistig fyrir ólög­leg hand­tök. Skömmu áður en tím­inn rann út fékk hann þriðja refsistigið fyr­ir gervisókn, „fal­se attack“, og tapaði þar af leiðandi glím­unni.

Svein­björn féll svo úr keppni er hann tapaði í þriðju um­ferð fyrir efsta manni heimslist­ans, Sa­eid Molla­ei, sem stóð síðan uppi sem sig­ur­veg­ari í flokkn­um. Þessi ár­ang­ur Svein­björns mun færa hann tölu­vert ofar á heimslist­anum. Eg­ill Blön­dal kepp­ir í dag í -90 kg flokki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×