Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2018 06:00 Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira