Sport

Rigningin skapaði kjöraðstæður fyrir íslensku keppendurna

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Þorbergur hafnaði í 32.sæti í UTMB hlaupinu.
Þorbergur hafnaði í 32.sæti í UTMB hlaupinu. Mynd/Sigurður Kiernan

Þorbergur Jónsson lenti í 32.sæti í UTMB hlaupinu á tímanum 25 tímum og 57 mínútum. UTMB stendur fyrir Ultra-Trail du Mont-Blanc og er leiðin 170 kílómetra löng. Guðmundur Ólafsson keppti einnig í sama hlaupi en hann hafnaði í 958.sæti á tímanum 41 klukkustund og og 46 mínútum. 2561 keppandi hóf keppni en það voru 1403 sem kláruðu keppni og 778 sem ekki kláruðu. Hlaupið er í fjalllendi og samtals er 10 kílómetra hækkun á brautinni.

Fjórir íslenskir keppendur kepptu í CCC hlaupi en það er 100 kílómetra vegalengd og samtals 6100 metra hækkun. Sigurður Kiernan endaði í 196.sæti, Sigríður Þóroddsdóttir endaði í 384.sæti, Guðmundur T. Ólafsson endaði í 784.sæti og Guðmunda Smáradóttir endaði í 827.sæti. Alls hófu 2147 keppendur keppni í því hlaupi.

Tveir íslenskir keppendur hlupu í OCC hlaupinu en það er 55 kílómetra langt og 3500 metra samanlögð hækkun á brautinni. Guðni Páll Pálsson endaði í 51.sæti og Sigríður Einarsdóttir endaði í 351.sæti. Alls hófu 1572 keppendur keppni í þessu hlaupi.

Einn íslenskur keppandi tók þátt í TDS hlaupinu en það er 121 kílómetra langt og samanlögð hækkun í brautinni er 7300 metrar. Gunnar Júlíusson hafnaði í 663.sæti. Alls tóku 1799 keppendur þátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.