Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike Andri Eysteinsson skrifar 3. september 2018 22:56 Colin Kaepernick (nr.7) var einn af þeim fyrstu til að fara á hné sér þegar þjóðsöngurinn er spilaður. NFl deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20. Black Lives Matter NFL Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20.
Black Lives Matter NFL Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira