Lömbin þagna: 110 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2018 19:30 Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira