Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 18:29 Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Vísir/Baldur Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“ Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“
Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00
Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00