Þjálfari Þjóðverja fyrir Íslandsleikinn: Þrastarson er án efa besti leikmaður mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 15:30 Haukur Þrastarson með verðlaun sín sem besti leikmaðurinn á móti Slóveníu. Mynd/Heimasíða M18-Euro 2018 Íslenska 18 ára landsliðið í handbolta er að gera flotta hluti á EM U-18 í Króatíu og strákarnir mæta Þjóðverjum í dag í fyrsta leik sínum í milliriðli. Erik Wudtke, þjálfari þýska liðsins, talar vel um íslenska liðið og þá sérstaklega um tvo leikmenn. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er markahæsti leikmaður mótsins eftir riðlakeppnina og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson úr Fram hefur staðið sig mjög vel í marki Íslands. Stórlið Evrópu eru að fylgjast vel með mótinu og þar má búast við að séu útsendarar frá liðum eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. Frammistaða Hauks og Viktors Gísla hefur örugglega ekki farið framhjá þeim. „Þrastarson er án efa besti leikmaður Evrópumótsins að mínu mati. Íslendingar eru líka með mjög öflugan markvörð,“ sagði Erik Wudtke við heimasíðu þýska handboltasambandsins. Haukur hefur skorað 24 mörk í keppninni til þessa eða þremur fleiri en næsti maður. Haukur skoraði 12 mörk í sigri á Slóvenum í síðasta leik og þá lokaði Viktor Gísli markinu á meðan íslensku strákarnir náðu upp góðri forystu. Þýski þjálfarinn talaði líka um að íslensku strákarnir væru harðir í horn að taka í varnarleiknum. „Svíar spila kannski fjölbreyttari varnarleik en íslenska vörnin er sterk og allt annar varnarleikur en mínir menn fengu að kynnast í síðasta leik á móti framliggjandi Spánverjum,“ sagði Erik Wudtke. Liðið sem vinnur leikinn í dag stígur stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Tvö efstu lið milliriðilsins komast þangað en Ísland og Þýskalandi tóku bæði með sér tvö stig úr riðlakeppninni af því að þau unnu sinni riðil. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Handbolti Tengdar fréttir Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30 Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58 Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06 Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Íslenska 18 ára landsliðið í handbolta er að gera flotta hluti á EM U-18 í Króatíu og strákarnir mæta Þjóðverjum í dag í fyrsta leik sínum í milliriðli. Erik Wudtke, þjálfari þýska liðsins, talar vel um íslenska liðið og þá sérstaklega um tvo leikmenn. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er markahæsti leikmaður mótsins eftir riðlakeppnina og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson úr Fram hefur staðið sig mjög vel í marki Íslands. Stórlið Evrópu eru að fylgjast vel með mótinu og þar má búast við að séu útsendarar frá liðum eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. Frammistaða Hauks og Viktors Gísla hefur örugglega ekki farið framhjá þeim. „Þrastarson er án efa besti leikmaður Evrópumótsins að mínu mati. Íslendingar eru líka með mjög öflugan markvörð,“ sagði Erik Wudtke við heimasíðu þýska handboltasambandsins. Haukur hefur skorað 24 mörk í keppninni til þessa eða þremur fleiri en næsti maður. Haukur skoraði 12 mörk í sigri á Slóvenum í síðasta leik og þá lokaði Viktor Gísli markinu á meðan íslensku strákarnir náðu upp góðri forystu. Þýski þjálfarinn talaði líka um að íslensku strákarnir væru harðir í horn að taka í varnarleiknum. „Svíar spila kannski fjölbreyttari varnarleik en íslenska vörnin er sterk og allt annar varnarleikur en mínir menn fengu að kynnast í síðasta leik á móti framliggjandi Spánverjum,“ sagði Erik Wudtke. Liðið sem vinnur leikinn í dag stígur stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Tvö efstu lið milliriðilsins komast þangað en Ísland og Þýskalandi tóku bæði með sér tvö stig úr riðlakeppninni af því að þau unnu sinni riðil. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Handbolti Tengdar fréttir Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30 Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58 Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06 Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30
Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58
Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06
Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45