Handbolti

Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor og Goði, herbergi 428, var í stuði í dag.
Viktor og Goði, herbergi 428, var í stuði í dag. mynd/hsí

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik.

Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks en svo tók við góður kafli hjá íslenska liðinu sem skilaði liðinu þriggja marka forystu í hálfleik, 12-9.

Ísland var ávallt í forystu í síðari hálfleiknum og náðu okkar menn mest fimm marka forystu. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö mörk en nær komust þeir ekki og lokatölur fimm marka sigur okkar manna, 25-20.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í markinu en hann varði nítján skot. Markahæstur var Dagur Gautason með níu en næstur komu Haukur Þrastarson og Eiríkur Þórarinsson með fjögur.

Næsti leikur liðsins er gegn Svíum á morgun. Svíar eru einnig með tvö stig eftir einn leik en þeir unnu öruggan sigur á Slóveníu, 29-21, í sínum fyrsta leik. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 á morgun.

Markaskorarar Íslands: Dagur Gautason 9, Haukur Þrastarson 4, Eiríkur Guðni Þórarinsson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.