Handbolti

Annar fimm marka sigur á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Þrastarson skoraði 8 mörk
Haukur Þrastarson skoraði 8 mörk vísir/rakel ósk

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum á EM U18 í Króatíu í dag.

Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14, og vann leikinn að lokum með fimm mörkum, 24-29.

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson átti stórleik og skoraði átta mörk. Arnór Snær Óskarsson gerði sex og Tumi Steinn Rúnarsson 5.

Ísland er því á toppi D riðils eftir tvær umferðir með fullt hús stiga eftir fimm marka sigur á Pólverjum í fyrstu umferðinni.

Lokaleikur riðilsins er á sunnudag gegn Slóvenum.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 8/12, Arnór Snær Óskarsson 6/8, Tumi Steinn Rúnarsson 5/8, Einar Örn Sindrason 4/4, Dagur Gautason 3/5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1/1, Eiríkur Þórarinsson 1/3, Stiven Tobar Valencia 1/3.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.