Sport

Arnar og Anna Íslandsmeistarar í maraþoni

Einar Sigurvinsson skrifar
Arnar Pétursson fagnar eftir hlaupið í dag.
Arnar Pétursson fagnar eftir hlaupið í dag. vísir/vilhelm

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í maraþoni. Hann hljóp kílómetrana 42 í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á 2 klukkustundum, 26 mínútum og 43 sekúndum. Það er hraðasti tími Íslendings í Reykjavíkurmaraþoninu en hann bætti eigið met frá mótinu í fyrra um tvær mínútur.

Fyrstur allra í í hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Benjamin Paul Zywicki. Hann hljóp á tímanum 02:23:42. Í öðru sæti var Peter Jenkei á 02:24:06 og Arnar Pétursson var þriðji.

Í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu var Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 02:46:57. Hann var einnig bætti þar tímann sinn frá því í fyrra um þrjár mínútur þar sem hann var einnig í öðru sæti. Þriðji hraðastur Íslendinga var Hlynur Guðmundsson á tímanum 2:57:29.

Íslandsmeistari kvenna er Anna Berglind Pálmadóttir. Hún hljóp á 3 klukkustundum, 11 mínútum og 11 sekúndum.

Sara Tierney Lasker frá Bandaríkjunum var fljótust allra kvenna á tímanum 02:58:43. Marissa Saenger varð önnur á 03:00:37 og Rachel Parker þriðja. Anna Berglind kom þar næst á eftir.

Elín og Hlynur fyrst í hálfu maraþoni

Elín Edda Sigurðardóttir kemur í mark. vísir/vilhelm

Í háfu maraþoni var Bandaríkjamaðurinn Raymond McCormack Jr. fyrstur í mark á tímanum 01:05:16. Næstur á eftir honum var Hlynur Andrésson á 01:05:43.

Jess Draskau Petersson frá Danmörku hljóp hálfmaraþonið hraðast kvenna á 01:15:57. Í öðru sæti og hröðust Íslendinga var Elín Edda Sigurðardóttir á 01:19:04.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.