Enski boltinn

Forseti Napoli staðfestir tilboð í Darmian

Matteo Darmian.
Matteo Darmian. vísir/getty
Forseti Napoli, De Laurentiis, hefur staðfest það að félagið sé búið að leggja fram tilboð í Matteo Darmian leikmann Manchester United.

 

Darmian hefur spilað í öllum leikjum United á undirbúningstímabilinu, og meira að segja borið fyrirliðabandið, en hann sagði í viðtali um helgina að hann vilji fara frá félaginu.

 

Það verður því að teljast líklegt að Darmian muni ganga til liðs við Napoli á næstu dögum ef tilboð félagsins verður samþykkt.

 

„Það er satt að við höfum haft samband við United til þess að reyna að fá Darmian á láni og með möguleika til þess að kaupa seinna.“

 

„Við erum að skoða nokkra leikmenn en Darmian er einn af þeim sem við viljum mest fá.“

 

Darmian kom til United árið 2015 en síðan þá hefur hann spilað 85 leiki fyrir félagið en hann spilaði aðeins átta sinnum í deildinni fyrir Mourinho á síðasta tímabili. 

 


Tengdar fréttir

Darmian: Ég vil fara

Matteo Darmian, leikmaður Manchester United, segist vilja fara frá liðinu en hann vill ólmur ganga til liðs við Napoli á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×